top of page
tjorsarbraut1.jpg

Fegurðin í Flóanum

ÞJÓRSÁR- OG FOSSABRAUT

Búgarðsjarðir/lögbýli

image_6487327.JPG

Skipulag

Byggingarmagn hverrar jarðar er allt að 300m² íbúðarhús sem má vera á einni til tveimur og hálfri hæð. Mænishæð má vera 9 metrar. Þá er heimilt að byggja 100m² gestahús á einni til einni og hálfri hæð og 400m² útihús með allt að 6 metra mænishæð. Seljandi getur veitt kaupendum ráðgjöf og aðstoð við skipulags-byggingamál á hverri jörð. 

Samkvæmt skipulagi skal útlit húsanna vera heilstætt og hefur tóninn verið gefinn af landeigenda.  Landið er alls um 130 hektarar að stærð og er stefnt á að leggja þar góðar göngu- og reiðleiðir.

Þjórsárbraut

Svæðið

Búgarðsjarðirnar/lögbýlin eru staðsett rétt austan við Selfoss, skömmu áður en komið er að afleggjaranum að Urriðafossi í Þjórsá, aðeins 50 mín keyrslu frá höfuðborginni og 10 mín keyrslu frá Selfossi. Jarðirnar eru allt frá 11 - 12,5 hektara að stærð með glæsilegu útsýni til fjalla.

image_6487327 (1).JPG

Tillaga að húsi

Teiknað hefur verið hús sem hentar vel á lóðirnar og fylgir hér til nánari glöggvunar. Öllum er þó frjálst að láta teikna hús að sínu skapi svo langt sem það fellur að skipulagi hverfisins.

    Hafa samband

    Miðbær fasteignasala, Sigfús Aðalsteinsson

    +354 898 9979

    © 2024 by Þjórsárbraut. All rights reserved.

    Takk fyrir

    bottom of page