Náttúruparadís
Jarðirnar eru í næsta nágrenni við náttúruparadísir eins og Þjórsá og Urriðafoss. Þá eru Landmannalaugar, Þórsmörk og Eyjafjöllin ekki langt undan.
Þægileg fjarlægð frá Reykjavík. Kjöraðstæður fyrir tómstundir á borð við hestamennsku, fjallahjól og torfæruakstur.




Svæðið
Búgarðsjarðirnar eru staðsettar rétt austan við Selfoss, skömmu áður en komið er að afleggjaranum að Urriðafossi í Þjórsá. Ferðatími frá Reykjavík einungis 50 mínútúr. Jarðirnar eru allt frá 11 - 12,5 hektarar að stærð.





Skipulag
Byggingarmagn hverrar jarðar er allt að 300 m² íbúðarhús sem má vera á einni til tveimur og hálfri hæð. Mænishæð allt að 6 metrar. Þá er heimilt að byggja 100m² gestahús á einni og hálfri hæð og 400m² útihús. Mænishæð allt að 6 metrar. Seljandi getur veitt kaupendum ráðgjöf og aðstoð við skipulags-og byggingamál, teikningar og byggingu húsa.






Tillaga að húsi
Á hverri lóð er gert ráð fyrir veglegu íbúðarhúsi ásamt tækja/vélageymslu eða hesthúsi ásamt hvers kyns tómstundastarfsemi.
Byggðin tengist dreifikerfi Rarik og er einnig gert ráð fyrir vistvænum orkulausnum. Gert er ráð fyrir að húsin séu hituð upp með varmadælu og tengjast köldu vatni frá Flóahrepp.



